Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Heimurinn sem við nú lifum í og köllum veruleika er að taka umtalsverðum breytingum á næstunni og hefur verið í miklum breytingum nú þegar. Leyndarmál verða hluti af fortíðinni, því í komandi framtíð mun hægt og rólega komast upp um öll leyndarmál heimsþjóðanna. Til hvers höfum við leyndarmál, af hverju eru þau til? Leyndarmál urðu til vegna þess að fólki urðu á mistök og það hafði ekki kjark til þess að viðurkenna þau eða takast á við afleiðingarnar. Þessi upplýsingabyrting verður fólkinu Vestan-hafs mjög erfið og munu þau bregðast við með hörku. Það sáu allir hvernig Pentagon brást við þegar Wikileaks lak gögnum inn á veraldarvefinn. Breytingin er nú þegar byrjuð eins og sjá má en hún mun verða áberandi á næstu misserum.
Fólk mun bregðast misvel við þessari byltingu og munu breytingarnar gerast töluvert hratt. Fólk mun eiga mjög bágt með að aðlagast þessum breytingum og mun ríkja mikil ringulreið yfir uppljóstrun viðkvæmra upplýsinga á stuttum tíma. Þessi breyting hefur verið í vændum mjög lengi og margir hafa verið að búast við henni því leyndarmál eru oft á tíðum ekki komin til nema vegna misbeytingar á valdi eða hreinlega mistökum. Aðilarnir sem ollu mistökunum eru ekki tilbúnir að opinbera gjörðir sínar. Mörg vísindi hafa spáð þessum tímamótum, m.a. Yogi Bhajan sem færði vestur-heiminum Kundalini Yoga einmitt til að veita fólki hugarró til að geta tekist á við þessi tímamót. Til eru mörg önnur dæmi um slík vísindi sem stuðla að einmitt sama hlutverki og lýsa þessum tímamótum. Það eru mörg fræði sem útskýra þessi tímamót og önnur tímamót sem við erum búinn að fara í gegnum.
Mikil ringulreið mun ríkja yfir mannkyninu á þessum tímamótum þar sem þessar upplýsingar sem birtast verður ekki létt að meðtaka. Sumu verður auðveldara að trúa en annað. Hluti upplýsinganna verða hreinlega svo ótrúlegar og torkennilegar að þær munu veltast mikið fyrir fólki. Þessi tímamót eru óumflýjanleg og hefur atburðarásin nú þegar komin af stað. Ein lína á mjög vel við um þetta "what goes around comes around" það er aðeins tímaspursmál hvenar allar þessar leyndu upplýsingar myndu koma upp á yfirborðið.
Ég tel Íslandi vera kjörin stað til að styðja þessa þróun og sjálfur Julian Assange sagði að á Íslandi gæti einmitt verið breytingin sem beðið er eftir. Ísland hefur alla möguleikana og Íslendingar alla hæfileikana við þurfum bara að vera óhrædd við að nýta okkur þá. Ég tel Ísland geta orðið fyrirmynd annarra þjóða varðandi afhjúpun leyndarmála og vernda persónu- og málfrelsi. Ísland gæti verið leiðandi í þessum breytingum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Við erum fámenn þjóð og þar af leiðandi er mikið rúm fyrir þróun og snöggar breytingar . Upplýsingaleynd er skjól fyrir siðlausar athafnir og þegnar tilheyrandi lands eiga skilið að vita sannleikann, gerendur skulu játa misgjörðir sínar. Krökkum er kennt að ljúga ekki og ef þeim verður á mistök þurfa þau að viðurkenna mistökin og byðjast afsökunar. Af hverju að breyta því þegar við fullorðnumst og sýna komandi kynslóðum hvernig á að gera nákvæmlega öfugt með að halda hlutunum "leyndu".
Á Íslandi vitum við vel að leynd hefur leitt til mikillar spillingar Hvernig gátu menn sett Ísland í það ástand sem það er í dag? Einfalt, þeir náður að halda upplýsingunum leyndum í nægilega langan tíma þangað til að það var ekki aftursnúið og þá varð keðjuverkun þar til allt hrundi. Geri mér vel grein fyrir því að þetta er mun flóknara en grunnurinn liggur einmitt í því að halda upplýsingum leyndum. Fólkið sem olli þessum hlutum viðurkenndi ekki mistökin og lét það bitna á heilli þjóði.
Eitt kerfi féll og það var fjármálakerfið okkar, öll hin kerfinn urðu fyrir miklu áfalli sem ekki sér fyrir endann á. Þessi kerfi á ekki að lagfæra heldur þarf að leyfa þeim að líða undir lok og hefja endurbyggingu frá grunni. Tryggja þarf opinn aðgang að öllum stigum nýs kerfis sem byggja þarf á nýjum viðmiðunum.Að reyna að styrkingu eða uppbyggingu núverandi kerfis væri líkt og að reyna að nota aftur aðferð sem hefur ekki virkað hingað til. Ég trúi því að Íslendingar hafi alla þá hæfileika til að breyta þessum kerfum og þróa þau mun hraðar en önnur lönd vegna íbúafjölda. Þetta leggur góðan grunn fyrir komandi kynslóðir sem að við höfum nú þegar spillt nægilega.
Stjórnmál og samfélag | 16.3.2011 | 12:31 (breytt kl. 22:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar